Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. desember 2018 09:30
Arnar Helgi Magnússon
Sterling með Nike í herferð gegn rasisma
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling varð fyrir kynþáttahatri í leik Manchester City gegn Chelsea í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Sterling tjáði sig um atvikið á samfélagsmiðlum eftir leik þar sem að hann talaði um að fjölmiðlaumfjöllun væri ólík þegar annarsvegar væri verið að tala um "svart" fólk og hinsvegar "hvítt" fólk, eins og hann orðaði það sjálfur.

Nike hefur nú hafið nýja auglýsingaherferð sem berst gegn rasisma í íþróttum. Fyrirtækið hefur fengið Sterling með sér í lið.

Hér að neðan má sjá mynd sem að Nike birti af Sterling með textanum: „Að tala um hlutina gerir lífið ekki auðveldara, en að fara auðveldu leiðina gefur engann árangur"

Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú atvikið en Chelsea hefur sett fjóra stuðningsmenn sína í ótímabundið bann á Stamford Bridge.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner