Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Roma þögðu í tíu mínútur í mótmælaskyni
James Pallotta.
James Pallotta.
Mynd: REUTERS
Roma ultras, einn grimmasti stuðningsmannahópur Roma, tilkynnti fyrir leik liðsins í kvöld gegn Genoa að allir stuðningsmenn félagsins ættu að hafa þögn fyrstu tíu mínútur leiksins.

Þetta er gert í mótmælaskyni gegn 'stöðugum lygum' forseta félagsins, James Pallotta.

Mótmælin hófust í gærkvöldi þegar tugir, jafnvel hundruðir borða voru hengdir upp víða um Róm sem sögðu allir það sama - „Pallotta farðu burt."

Stuðningsmenn eru ósáttir með brotin loforð frá stjórn félagsins sem hefur selt sína bestu menn fyrir gróða undanfarin ár.

„Okkur var lofað Ítalíumeistaratitlinum. Okkur var lofað árangri í Evrópu. Okkur var lofað Meistaradeildinni. Benatia var ekki til sölu. Pjanic var ekki til sölu. Rudiger var ekki til sölu," segir meðal annars í yfirlýsingu frá stuðningsmannahópnum.

„Við erum ekki að mótmæla slæmum úrslitum, við erum að mótmæla öllum lygunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner