Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. desember 2019 11:44
Magnús Már Einarsson
Chelsea og Liverpool fara á vellina þar sem þau unnu Meistaradeildina
Liverpool fagnar á Wanda Metropolitano vellinum.
Liverpool fagnar á Wanda Metropolitano vellinum.
Mynd: Getty Images
Liverpool mætir Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en dregið var í dag.

Liverpool fer því á nýjan leik Wanda Metropolitano völlinn þar sem liðið lagði Tottenham 2-0 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í júní síðastliðnum.

Stuðningsmenn Liverpool eru spenntir að fara aftur til Madrid eftir góðar minningar þaðan.

Chelsea fer einnig á völl þar sem liðið á góðar minningar því liðið mætir Bayern Munchen á Allianz Arena. Þessi lið mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2012 en þá var leikið á Allianz Arena.

Chelsea hafði betur í vítaspyrnukeppni en Frank Lampard, núverandi stjóri liðsins, var þá á meðal leikmanna Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner