Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. desember 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pukki spilaði seinni hálfleik tábrotinn
Mynd: Getty Images
Teemu Pukki gerði eina mark Norwich í 1-1 jafntefli gegn Leicester um helgina.

Hann skoraði á 26. mínútu en tólf mínútum síðar voru heimamenn í Leicester búnir að jafna.

Finnski sóknarmaðurinn braut tá undir lok fyrri hálfleiks en var tjaslað upp í leikhlé og mætti hann aftur til leiks út í seinni hálfleikinn, tábrotinn.

Daniel Farke þjálfari gerði þrjár skiptingar í síðari hálfleik en Pukki fór ekki útaf. Hann hélt áfram að berjast um í sóknarlínunni, eltandi bolta og pressandi andstæðinga þrátt fyrir verkinn.

Pukki slapp tvisvar í gegn í seinni hálfleik en í bæði skiptin var hann tæklaður áður en hann náði að hleypa af góðu skoti.

„Að hann hafi klárað þennan leik segir allt sem segja þarf um karakterinn hans. Hann spilaði í gegnum mikinn sársauka og hefði getað bætt við mörkum í seinni hálfleik væri hann heill heilsu," sagði Farke að leikslokum.

„Maður sá varla á honum að hann væri tábrotinn. Ég hef ekki of miklar áhyggjur af þessu, hann er frá Finnlandi."

Pukki er kominn með níu mörk og þrjár stoðsendingar eftir 17 umferðir. Norwich er í næstneðsta sæti, með 12 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner