fös 16. desember 2022 21:21
Brynjar Ingi Erluson
Bróðir Mbappe spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið
Ethan Mbappe
Ethan Mbappe
Mynd: PSG
Hinn 15 ára gamli Ethan Mbappe, bróðir Kylian, spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Paris Saint-Germain í 2-1 sigri á Paris FC í æfingaleik í dag.

Ethan hefur síðustu ár spilað fyrir unglingalið PSG og þótt standa sig vel.

Hann hefur síðustu vikur æft með aðalliði félagsins á meðan heimsmeistaramótið er í gangi og í dag fékk hann sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið.

Mbappe kom inná í hálfleik gegn Paris FC en PSG hafði þar sigur 2-1, þar sem hinn ungi og efnilegi Ismael Gharbi skoraði annað markið í byrjun síðari hálfleiks.

Það væri gaman að sjá hvort Ethan eigi eftir að fá tækifærið til að spila með bróður sínum á þessari leiktíð en það er ágætis möguleiki á því þann 6. janúar er PSG spilar við Châteauroux í franska bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner