Miðjumaðurinn Sergio Busquets hefur tekið ákvörðun um að hætta að spila með spænska landsliðinu.
Hann spilaði með liðinu á HM í Katar þar sem niðurstaðan var mikil vonbriði. Liðið byrjaði á að vinna Kosta Ríka 7-0 en gerði engar rósir eftir það.
Spánverjar féllu úr leik gegn Marokkó í 16-liða úrslitum keppninnar. Það var síðasti landsleikur Busquets.
Busquets, sem er 34 ára, hefur spilað með landsliðinu frá 2009. Lék hann alls 143 A-landsleiki og skoraði tvö mörk. Hann var hluti af liðinu sem vann EM 2008 og 2012, og HM árið 2010.
Busquets mun þá á næstu mánuðum ákveða sig í félagsliðaboltanum. Hann er á mála hjá Barcelona en gæti verið á förum til Inter Miami í Bandaríkjunum.
Athugasemdir