Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. desember 2022 19:57
Brynjar Ingi Erluson
Fótboltaheimurinn syrgir Mihajlovic - „Ciao, Sinisa"
Mynd: Getty Images
Serbneski þjálfarinn Sinisa Mihajlovic lést í dag eftir langa baráttu við krabbamein en hans er minnst á samfélagsmiðlum í dag.

Mihajlovic er einhver besti leikmaður sem komið hefur frá Serbíu en hann lék með Roma, Sampdoria, Lazio og Inter á knattspyrnuferli sínum og lék þá 63 landsleiki fyrir gömlu Júgóslavíu.

Eftir ferilinn fór hann út í þjálfun þar sem hann þjálfaði lið á borð við Bologna, Fiorentina, Milan, Sampdoria, Torino, Sporting og serbneska landsliðið.

Serbinn hafði verið að berjast við hvítblæði frá 2019 og fór þrisvar í geislameðferð við meininu. Hann lést svo í dag eftir þriggja ára baráttu en fyrrum liðsfélagar, lærisveinar og lið kveðja hann á samfélagsmiðlum í dag.




















Athugasemdir
banner
banner
banner