
Fimm leikmenn voru fjarverandi á æfingu hjá Frakklandi er þeir tóku æfingu í dag. Þetta er áhyggjuefni þar sem að á föstudaginn spila Frakkar úrslitaleik við Argentínu á HM.
Það gengur flensa um hópinn og eru þrír leikmenn fjarverandi vegna hennar; Raphael Varane, Ibrahima Konate og Kingsley Coman.
Þá eru Aurelien Tchouameni og Theo Hernandez að glíma við smávægileg meiðsli.
Þetta er auðvitað áhyggjuefni þegar svona stutt er í leikinn mikilvæga. Frakkar hafa ekki verið að gera mjög margar breytingar á milli leikja og breiddin er ekkert svakalega mikil þar sem meiðsli voru að stríða liðinu í aðdraganda mótsins.
Dayot Upamecano og Adrien Rabiot hafa einnig verið að glíma við veikindi en þeir voru mættir á æfinguna í dag.
Novedades en Francia ???????? previo a la final contra Argentina ????????:
— Jerry Robalino (@JerryRobalino) December 16, 2022
????Tchouameni (contusión en la cadera) y Theo Hernández (golpe en la rodilla) no se entrenaron
????Siguen ausentes: Varane, Coman y Konaté.
????Regresaron: Upamecano y Rabiot pic.twitter.com/RuiYgCdBU7
Athugasemdir