Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fös 16. desember 2022 16:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkar án fimm leikmanna á æfingu
Konate er fjarri góðu gamni vegna veikinda.
Konate er fjarri góðu gamni vegna veikinda.
Mynd: EPA
Fimm leikmenn voru fjarverandi á æfingu hjá Frakklandi er þeir tóku æfingu í dag. Þetta er áhyggjuefni þar sem að á föstudaginn spila Frakkar úrslitaleik við Argentínu á HM.

Það gengur flensa um hópinn og eru þrír leikmenn fjarverandi vegna hennar; Raphael Varane, Ibrahima Konate og Kingsley Coman.

Þá eru Aurelien Tchouameni og Theo Hernandez að glíma við smávægileg meiðsli.

Þetta er auðvitað áhyggjuefni þegar svona stutt er í leikinn mikilvæga. Frakkar hafa ekki verið að gera mjög margar breytingar á milli leikja og breiddin er ekkert svakalega mikil þar sem meiðsli voru að stríða liðinu í aðdraganda mótsins.

Dayot Upamecano og Adrien Rabiot hafa einnig verið að glíma við veikindi en þeir voru mættir á æfinguna í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner