Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. desember 2022 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Gefur í skyn að Moukoko fari á frjálsri sölu á næsta ári
Youssoufa Moukoko
Youssoufa Moukoko
Mynd: Getty Images
Youssoufa Moukoko, framherji Borussia Dortmund, mun að öllum líkindum yfirgefa félagið á frjálsri sölu næsta sumar en umboðsmaður hans gefur þetta í skyn í viðtali við Sky í Þýskalandi.

Moukoko, sem er aðeins 18 ára gamall, er þegar kominn í stórt hlutverk hjá Dortmund og var hann meðal annars í þýska landsliðshópnum sem fór á HM í Katar.

Samningur hans við Dortmund gildir út þetta tímabil og hefur leikmaðurinn ekki enn komist að samkomulagi við félagið um að framlengja samninginn.

Fjölmiðlar í Þýskalandi greindu frá því að hann væri nálægt því að skrifa undir nýjan samning en umboðsmaður hans vísar því til föðurhúsanna. Liverpool er eitt þeirra félaga sem hefur verið orðað við Moukoko.

„Ég get staðfest það að við erum ekki nálægt því að ná samkomulagi við Borussia Dortmund um að framlengja samninginn,“ sagði Patrick Williams, umboðsmaður Moukoko, við Sky.

Fréttirnar gáfu í skyn að Dortmund hefði boðið Moukoko 6 milljónir evra í árslaun, en það er þó ekkert til í því.

„Nei, þessar tölur eru ekki réttar. Moukoko er mjög áhugaverður fyrir öll stærstu félög heims og þá sérstaklega þegar hann fæst á frjálsri sölu og á framtíð með þýska landsliðinu,“ sagði Williams.
Athugasemdir
banner
banner