Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 16. desember 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heyrði að Alvarez væri ástæðan fyrir sölunum á Jesus og Sterling
Alvarez í leiknum gegn Króatíu.
Alvarez í leiknum gegn Króatíu.
Mynd: EPA
Framherjinn Julian Alvarez var keyptur til Manchester City í janúar síðastliðnum en kláraði tímabilið á láni hjá River Plate í Argentínu. Hann kom svo inn í leikmannahópinn hjá City í sumar. Hann hefur ekki gengið beint inn í liðið hjá City þar sem hann berst um mínútur við Erling Braut Haaland en þó skorað sjö mörk og lagt upp tvö á 890 mínútum spiluðum. Hann hefur byrjað tíu leiki og komið tíu sinnum inn á til þessa hjá City.

Hann kom inn í byrjunarlið Argentínu fyrir leik liðsins gegn Póllandi í riðlakeppni HM og hefur í kjölfarið byrjað alla leiki liðsins í útsláttarkeppninni. Hann hefur komið frábærlega inn, skoraði tvö af mörkum liðsins þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik HM með sigri gegn Króatíu á þriðjudag og hefur alls skorað fjögur mörk á mótinu.

Sparkspekingurinn Gary Neville tjáði sig um Alvarez í hlaðvarpsþætti SkySports í dag. Neville sagði frá því að hann hefði heyrt frá manni vel tengdum City að sölurnar á þeim Gabriel Jesus og Raheem Sterling hafi veirð út af komu Alvarez til félagsins.

„Það kom mér á óvart að City lét bæði Jesus og Sterling fara á sama tíma, en ég fékk að heyra að þessi strákur (Alvarez) væri ástæðan. Einhver sem er frekar tengdur City sagði mér að hann væri ástæðan og að félagið vildi ekki setja hindranir á leið hans."

City seldi Jesus til Arsenal og Sterling til Chelsea í sumar. Það má telja líklegt að hlutverk Alvarez hjá City stækki eftir HM, svo vel hefur hann spilað. Hann hefur sýnt að hann getur einnig spilað á kantinum við hlið Haaland. Þar færi hann í samkeppni um mínútur við Jack Grealish, Riyad Mahrez, Phil Foden og Bernardo Silva.
Athugasemdir
banner
banner