Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. desember 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HM félagsliða verður í Marokkó - Keppt í kvennaflokki og 32 lið 2025
Real Madrid mætir til Marokkó í febrúar.
Real Madrid mætir til Marokkó í febrúar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HM félagsliða verður haldið í Marokkó í febrúar. Á HM félagsliða mætast sigurvegararnir úr álfukeppnunum og svo lið frá því landi þar sem mótið er haldið. Marokkó hélt síðast keppnina 2014.

Alls eru sjö lið sem taka þátt í keppninni og kemur sigurvegari Meistaradeildar Evrópu inn í undanúrslitunum.

Real Madrid vann Meistaradeildina í vor og verður fulltrúi Evrópu á mótinu. Real er það félag sem hefur oftast unnið HM félagsliða eða alls fjórum sinnum. Chelsea er ríkjandi meistari.

Gianni Infantino, forseti FIFA, greindi þá frá því í dag að mótið yrði stækkað og yrði 32 liða mót frá árinu 2025.

Infantino sagði þá líka frá því að frágengið sé að í framtíðinni verði einnig keppt á HM félagsliða í kvennaflokki.
Athugasemdir
banner