Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. desember 2022 10:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðsþjálfari Noregs: Búið að heilaþvo Wenger
Stale Solbakken.
Stale Solbakken.
Mynd: EPA
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Stale Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, heldur því fram að Arsene Wenger hafi verið heilaþveginn í starfi sínu hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA.

Wenger tók til starfa hjá FIFA eftir að hann hætti sem stjóri Arsenal á Englandi.

Fyrr í þessum mánuði var hann gagnrýndur þegar hann hélt því fram að Helsta ástæðan fyrir því að Þýskaland hefði farið snemma heim af HM hefði verið vegna pólitískra skilaboð sem liðið sendi fyrir fyrsta leik. Liðið hefði ekki verið að einbeita sér nægilega mikið að fótboltanum.

HM fer fram í Katar - þeir keyptu mótið - en í aðdraganda mótsins var mikið fjallað um mannréttindabrot þar í landi. amkynhneigð er þá bönnuð í Katar og tóku stjórnvöld þar í landi ekki vel í sérstök fyrirliðabönd sem ákveðin lið ætluðu að nota á mótinu. Því ákvað FIFA að banna þau.

Þjóðverjar mótmæltu þeirri ákvörðun fyrir fyrsta leik, en Wenger var ekki sáttur við það.

Solbakken fór í viðtal við norsku sjónvarpsstöðina TV2 á dögunum þar sem hann tjáði sig um Wenger. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla.

„Það fer hrollur um mig þegar gáfaðasti maður í heimi, Arsene Wenger - sem ég hef litið upp til í mörg ár - sé heilaþveginn og láti svona heimskulega hluti frá sér," segir Solbakken.

Norðmenn taka ekki þátt á HM en Solbakken hefur sagt að meira hafi átt að gera til að koma í veg fyrir að HM færi fram í Katar. „Ég hef áhyggjur af því hvernig FIFA hefur tekið á mannréttindamálum. Mér finnst fótboltaheimurinn ekki hafa gert nóg. Mér finnst fjölmiðlafólk ekki hafa gert nóg."

Úrslitaleikurinn á HM fer fram á sunnudaginn þegar Argentína og Frakkland mætast.
Athugasemdir
banner
banner
banner