Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. desember 2022 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Nunez kom af bekknum og skoraði tvö
Darwin Nunez skoraði tvö í síðari hálfleik
Darwin Nunez skoraði tvö í síðari hálfleik
Mynd: EPA
Liverpool spilaði í dag síðasta æfingaleik sinn áður en enska úrvalsdeildin fer aftur af stað en liðið vann AC Milan, 4-1, í Dúbaí í dag þar sem Darwin Nunez kom af bekknum og gerði tvö mörk fyrir Liverpool.

Jürgen Klopp stillti upp nokkuð sterku liði gegn Milan en Mohamed Salah kom Liverpool í forystu á 5. mínútu leiksins með skoti af stuttu færi.

Alexis Saelemaekers jafnaði metin fyrir Milan áður en spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara náði inn í marki fyrir hálfleik. Það gerði hann með góðu skoti í vinstra hornið, rétt fyrir utan teiginn.

Úrúgvæski framherjinn Darwin Nunez var mættur í hópinn hjá Liverpool eftir nokkuð misheppnað heimsmeistaramót. Úrúgvæ komst ekki upp úr riðlinum og náði Nunez sér ekki alveg á strik, en það hafði þó engin áhrif.

Hann skoraði tvö í síðari hálfleiknum. Fyrst slapp hann í gegn hægra megin og rúllaði boltanum örugglega framhjá markverði Milan áður en hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá hinum unga og efnilega Ben Doak. Nunez var að vísu rangstæður þegar hann skoraði en markið fékk að standa.

4-1 sigur Liverpool staðreynd eftir venjulegan leiktíma en eftir leikinn var vítaspyrnukeppni sem gaf aukastig í æfingamótinu og þar hafði Milan betur, 4-3. Liverpool spilar við Manchester City í enska deildabikarnum eftir sex daga.
Athugasemdir
banner
banner