
Franska fótboltasambandið hefur neitað þeim getgátum að miðjumaðurinn Adrien Rabiot sé með Covid.
Rabiot, Dayot Upamecano og Kingsley Coman hafa verið með flensu og misstu af undanúrslitaleiknum gegn Marokkó á miðvikudaginn.
Rabiot, Dayot Upamecano og Kingsley Coman hafa verið með flensu og misstu af undanúrslitaleiknum gegn Marokkó á miðvikudaginn.
Óttast var að Covid hefði hreiðrað um sig í franska hópnum en franska sambandið telur að veikindin tengist loftræstikerfinu á leikvöngunum í Katar.
Leikmenn Frakklands hafa verið beðnir um að takast ekki í hendur og þá hafa grímur og handspritt verið notuð undanfarna daga. Á sunnudaginn leikur Frakkland gegn Argentínu í úrslitum HM.
Bakvörðurinn Theo Hernandez fékk högg gegn Marokkó og er undir eftirliti læknateymis franska liðsins en ætti að geta byrjað á sunnudag.
Athugasemdir