Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fös 16. desember 2022 12:41
Elvar Geir Magnússon
Rabiot er ekki með Covid - Hernandez lítillega meiddur
Franska fótboltasambandið hefur neitað þeim getgátum að miðjumaðurinn Adrien Rabiot sé með Covid.

Rabiot, Dayot Upamecano og Kingsley Coman hafa verið með flensu og misstu af undanúrslitaleiknum gegn Marokkó á miðvikudaginn.

Óttast var að Covid hefði hreiðrað um sig í franska hópnum en franska sambandið telur að veikindin tengist loftræstikerfinu á leikvöngunum í Katar.

Leikmenn Frakklands hafa verið beðnir um að takast ekki í hendur og þá hafa grímur og handspritt verið notuð undanfarna daga. Á sunnudaginn leikur Frakkland gegn Argentínu í úrslitum HM.

Bakvörðurinn Theo Hernandez fékk högg gegn Marokkó og er undir eftirliti læknateymis franska liðsins en ætti að geta byrjað á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner