Við höldum áfram að minnast serbneska þjálfarans Sinisa Mihajlovic sem féll frá í dag, aðeins 53 ára að aldri. Hann átti litríkan feril á Ítalíu og skoraði ófá aukaspyrnumörkin eða 66 talsins.
Mihajlovic er einn öflugasti leikmaður sem hefur komið frá Serbíu en hann lék með Lazio, Sampdoria, Roma og Inter á Ítalíu.
Hann vann ellefu titla á tíma sínum hjá Inter og Lazio. Þá var hann kjörinn besti fótboltamaður gömlu Júgóslavíu árið 1999.
Mihajlovic spilaði bæði sem varnarmaður og miðjumaður á ferlinum. Serbinn var sérfræðingur í aukaspyrnum og skoraði 66 slík mörk á ferlinum en öll mörkin má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Árið 1998 skoraði hann þrennu úr aukaspyrnum í leik með Lazio gegn Sampdoria. Hreint út sagt ótrúlegt afrek.
Athugasemdir