Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   fös 16. desember 2022 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Staðfestir í þúsundasta skiptið að Messi sé ánægður hjá PSG
Mynd: EPA
Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain í Frakklandi, hefur ítrekað sig í 1000. skiptið,eins og hann orðaði það, að Lionel Messi sé ánægður hjá félaginu.

Messi, sem er að eiga magnað tímabil, verður samningslaus á næsta ári.

Hann hefur ekkert gefið upp hvort hann ætli sér að vera áfram hjá PSG eða róa á önnur mið.

David Beckham, eigandi Inter Miami í Bandaríkjunum, reynir eins og hann getur að sannfæra Messi um að koma í MLS-deildina og er talinn ágætis möguleiki á því, en endurkoma til Barcelona er einnig í umræðunni.

Al-Khelaifi, forseti PSG, var enn og aftur spurður út í framtíð Messi og virðist hann þreyttur á spurningunum.

„Ég staðfesti það í 1000. skiptið að Leo Messi er mjög ánægður hjá PSG. Ég held að hann vilji vera áfram. Við munum ræða framtíð hans eftir HM,“ sagði Al-Khelaifi við Rothen S'leflamme.
Athugasemdir
banner
banner