
Heimamaðurinn Abdulrahman Al-Jassim frá Katar mun dæma viðureign Króatíu og Marokkó sem leika um bronsið á HM í Katar á morgun.
Katarskir dómarar eru ekki hátt skrifaðir og þetta val FIFA kemur Zlatko Dalic, þjálfara Króata á óvart.
Katarskir dómarar eru ekki hátt skrifaðir og þetta val FIFA kemur Zlatko Dalic, þjálfara Króata á óvart.
„FIFA hefur tekið mikla áhættu með þessa vali, áhættu fyrir sjálfa sig," segir Dalic.
„Ég er ekki að vanmeta neinn en ég vona það innilega að eftir leikinn verðum við ekki að ræða um dómgæsluna."
Valið á dómara fyrir sjálfan úrslitaleikinn er ekki eins umdeilt. Pólverjinn Szymon Marciniak dæmir þann leik en hann hefur dæmt virkilega vel á mótinu.
Athugasemdir