Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. desember 2022 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk líklega ekki með gegn Man City
Mynd: EPA
Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk verður ekki með Liverpool gegn Manchester City í enska deildabikarnum í næstu viku en þetta staðfestir Jürgen Klopp, stjóri félagsins í dag.

Van Dijk snéri aftur til Liverpool á dögunum úr fríi eftir að hollenska liðið datt úr leik á HM.

Jordan Henderson og Trent Alexander-Arnold snéru einnig aftur á æfingar og verða væntanlega með gegn Manchester City um helgina en Van Dijk verður ekki með.

Klopp ræddi við fjölmiðla eftir 4-1 sigur Liverpool á Milan í æfingamóti í Dúbaí.

„Já, það er auðvitað möguleiki, því þeir eru byrjaðir að æfa. Hendo er byrjaður að æfa og Virgil er líka hérna en ég er ekki viss um að við munum reyna á það. Við skulum sjá til með Hendo og Trent. Þessi hópur hefur unnið saman í næstum tvær vikur og við tókum alvöru skref fram á við, sem er geggjað. En í augnablikinu er ég ekki viss,“ sagði Klopp.

„Ég vona að við komumst allir í gegnum þetta. Allir á Englandi og bara í Evrópu vita að það er einhver vírus að ganga, þannig vonandi höldum við okkur frá honum. Við tökum svo ákvörðun á miðvikudag hverjir verða með á fimmtudag,“ sagði Klopp ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner