Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 16. desember 2022 14:19
Elvar Geir Magnússon
Varane og Konate komnir með flensuna
Raphael Varane.
Raphael Varane.
Mynd: EPA
Varnarmennirnir Raphael Varane og Ibrahima Konate, leikmenn franska landsliðsins, eru nýjustu fórnarlömb flensunnar sem hefur herjað á leikmannahóp liðsins.

Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleik HM í Katar á sunnudaginn.

Varane og Konate byrjuðu báðir í 2-0 sigrinum gegn Marokkó í undanúrslitum á miðvikudaginn.

Miðvörðurinn Dayot Upamecano og miðjumaðurinn Adrien Rabiot misstu af þeim leik þar sem þeir voru með flensu.

Óttast var að Covid hefði hreiðrað um sig í franska hópnum en franska sambandið segir að ekki sé um Covid að ræða. Sambandið telur að veikindin tengist loftræstikerfinu á leikvöngunum í Katar.

„Það er einhver flensa að ganga en ástandið er ekkert slæmt," sagði sóknarmaðurinn Randal Kolo Muani á fréttamannafundi í dag en hann var spurður út í málið.

Fjölmiðlafulltrúi franska liðsins greip inn í og sagði: „Randal er ekki læknir, við útskýrum þetta nánar síðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner