Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, brá sér í hlutverk skoska stjörnukokksins Gordon Ramsay í æfingaferð félagsins á dögunum en þar elduðu þrír leikmenn félagsins fyrir franska stjórann.
Eberechi Eze, Jeffrey Schlupp og Wilfried Zaha voru í eldhúsinu að þessu sinni en þeir áttu að matreiða kjúkling.
Vieira var yfir sig hrifinn af kjúklingnum hans Schlupp og þá fékk Eze einnig mjög góða dóma.
Hann setti hins vegar upp svip þegar hann smakkaði kjúklinginn frá Zaha.
„Þetta er svolítið þurrt fyrir minn smekk,“ sagði Vieira og komu þessi viðbrögð Zaha ekki á óvart.
„Af hverju vissi ég að þú myndir segja eitthvað?“ sagði Zaha og spurði en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Vieira tasting the chicken that his players cooked for him ????
— Richard Amofa (@RichardAmofa) December 15, 2022
Uncle Patrick ???? pic.twitter.com/ZzMTBKBHLj
Athugasemdir