Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. desember 2022 08:55
Elvar Geir Magnússon
Vilja að Amrabat fari í Liverpool - Felix vill fara til PSG
Powerade
Sofyan Amrabat hefur spilað frábærlega á miðju Marokkó á HM.
Sofyan Amrabat hefur spilað frábærlega á miðju Marokkó á HM.
Mynd: Getty Images
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: Getty Images
Moukoko færist nær því að skrifa undir nýjan samning við Dortmund.
Moukoko færist nær því að skrifa undir nýjan samning við Dortmund.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan föstudag, það er vika í Þorláksmessu og um helgina verður leikið til úrslita á HM í Katar. Hér er hinn daglegi slúðurpakki í öllu sínu veldi. Fofana, Mudryk, Bellingham, Saka, Amrabat, Felix, Moukoko, Gakpo og Cunha eru meðal manna sem koma við sögu.

Liverpool þyrfti að borga 130 milljónir punda til að fá Jude Bellingham (19), miðjumann Englands og Borussia Dortmund, og um 87 milljónir punda fyrir argentínska miðjumanninn Enzo Fernandes (21) hjá Benfica. (Mundo Deportivo)

Framtíðaráætlanir Manchester City í leikmannamálum innihalda meðal annars kaup á Bellingham og enska vængmanninum Bukayo Saka (21) hjá Arsenal. (90min)

Umboðsskrifstofa miðjumannsins Sofyan Amrabat (26) hjá Fiorentina vill að marokkóski landsliðsmaðurinn fari til Liverpool. (Soccernews)

Tottenham er tilbúið að leggja aukna áherslu á að reyna að kaupa Amrabat. Fiorentina vill að minnsta kosti 50 milljónir punda ef félagið á að selja hann í janúar. (La Repubblica)

Joao Felix (23), leikmaður Atletico Madrid og portúgalska landsliðsins, vill helst fara til Paris St-Germain. Felix hefur verið orðaður við Arsenal, Manchester United og fleiri ensk félög. (Gianluca di Marzio)

Chelsea var boðið að kaupa Felix fyrir 86 milljónir punda og eru bláliðar að skoða hlutina. Chelsea hefur einnig áhuga á brasilíska sóknarmanninum Matheus Cunha (23) hjá Atletico Madrid og hollenska sóknarleikmanninum Memphis Depay (28) hjá Barcelona. (Evening Standard)

Úlfarnir vilja kaupa Cunha en þurfa að vinna samkeppni við fleiri úrvalsdeildarfélög til að fá hann. (90min)

Chelsea er á barmi þess að tryggja sér Fílabeinsstrendinginn David Datro Fofana (19), sem er sóknarmaður hjá Molde í Noregi, fyrir rúmlega 10 milljónir evra. (Fabrizio Romano)

Arsenal er á meðal nokkurra félaga sem eru í viðræðum við Shaktar Donetsk um úkraínska vængmanninn Mykhaylo Mudryk (21). Forseti Shaktar segir að ákvörðun verði tekin þegar formleg tilboð berast. (Mail)

Þýski sóknarmaðurinn Youssoufa Moukoko (18) hjá Borussia Dortmund er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við þýska félagið, þrátt fyrir áhuga Chelsea, Manchester United og Liverpool. (Ruhr Nachrichten)

Manchester United og Newcastle fær samkeppni frá Real Madrid um Cody Gakpo (23), vængmann Real Madrid og PSV Eindhoven. (Mirror)

Samningur Adrien Rabiot (27), miðjumanns Juventus, rennur út í sumar. Rabiot vill helst fara til Barcelona en ensk úrvalsdeildarfélög eru með samningstilboð klár. (Sport)

Chelsea ætlar að gera aðra tilraun til að fá portúgalska framherjann Rafael Leao (23) en Graham Potter vill fá mann eftir meiðsli albanska sóknarmannsins Armando Broja (21). (Givemesport)

Everton er áfram í sterkri stöðu til að tryggja sér Mohammed Kudus (22), framherja Ajax, eftir að leikmaðurinn átti flott HM með Ganverjum. (Sky Sports)

West Ham er farið að snúa sér að öðrum möguleikum í hægri bakvörðinn eftir að ljóst var að félagið getur ekki fengið Middlesbrough til að selja enska vængbakvörðinn Isaiah Jones (23). (Football League World)

Sevilla hefur sett 26 milljóna punda verðmiða á markvörðinn Yassine Bounou (31) eftir frammistöðu hans með Marokkó á HM. (Estadio Deportivo)

Suður-kóreski miðvörðurinn Kim Min-jae (26) hjá Napoli segir það truflandi að vera orðaður við ensk úrvalsdeildarfélög. Talað er um áhuga Manchester United og Tottenham. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner