Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. desember 2022 15:00
Fótbolti.net
Yngri landslið Íslands munu rýna í töfra Messi
Alvarez og Messi fagna.
Alvarez og Messi fagna.
Mynd: EPA
Óðinn Svan og Davíð Snorri.
Óðinn Svan og Davíð Snorri.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Í síðasta þætti HM hringborðins var farið yfir undanúrslitaleikina á HM. Þeir Davíð Snorri Jónasson, Elvar Geir Magnússon, Óðinn Svann Óðinsson og Sæbjörn Steinke ræddu málin.

Davíð Snorri er þjálfari U21 landsliðsins og kemur einnig að þjálfun unglingalandsliðanna. Rætt var um þriðja mark Argentínu gegn Króatíu, markið sem Lionel Messi lagði upp fyrir Julian Alvarez. Messi átti frábæran sprett og lét einn allra besta varnarmann mótsins, Josko Gvardiol, líta ansi illa út.

„Maður man oft ákveðin mörk frá heimsmeistarmótum, ég held að þetta sé eitt af þeim mörkum frá þessu móti sem maður mun aldrei gleyma," sagði Elvar.

„Öll umræðu um Gvardiol hefur verið hversu geggjaður hann er og frábær. Þegar þú horfir á þetta mót eftir ár þá mun þetta vera það eina sem þú manst eftir, þegar Messi pakkaði honum saman. Því miður fyrir hann að vera í þessari stöðu, Messi hefði sennilega pakkað öllum saman í þessari stöðu," sagði Óðinn.

„Það er einmitt málið, það eru einhverjir greinendur búnir að reyna greina hvað Gvardiol hefði átt að gera betur. Þeir komast eiginlega að þeirri niðurstöðu að hann var á móti Lionel Messi og það sé búið að reyna stoppa þetta í mörg, mörg ár - og það er bara ekki hægt," sagði Elvar.

„Það er bara Ísland sem gat það. Ég horfði á þetta oft í gær, líka til að búa til klippu fyrir yngri landsliðin. Stundum þarf bara að standa upp og klappa. Það er út af þessu sem þessir leikmenn eru bestir og þetta er það sem við viljum sjá, að það komi einhver svona töframóment. Ég ætla leyfa mér að klappa fyrir Messi frekar en að finna hvað Gvardiol gerði vitlaust. Hann var að spila á móti besta leikmanni í heimi í þvílíkum ham. Hann var óheppinn að lenda í því og mun vonandi sjá einhverja jákvæða hlið á því seinna meir," sagði Davíð Snorri.

„Ég var að hugsa varðandi varnarleikinn, hvað hægt væri að gera betur. En ég horfði á þetta aftur og aftur og hugsaði að ég tæki bara sóknarleikinn, hvernig maður verndar boltann," bætti Davíð Snorri við. Umræðuna má nálgast í spilaranum neðst hægt er að sjá markið hér að neðan.



HM hringborðið er í boði NETGÍRÓ
Jólareikningur Netgíró er kominn í loftið. Allt sem þú verslar með Netgíró í nóvember og desember geturu borgað í febrúar. Þú getur kynnt þér málið nánar á Netgíró.is.
HM hringborðið - Þeir bestu leika til úrslita
Athugasemdir
banner
banner