Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. janúar 2019 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bielsa gaf upp byrjunarliðið á fréttamannafundi
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, knattspyrnustjóri Leeds United, hefur legið undir gagnrýni eftir að njósnari á hans vegur var gómaður á æfingasvæði Derby County í síðustu viku.

Bielsa hélt í kjölfarið 70 mínútna fréttamannafund með ítarlegri glærusýningu til að sýna fram á þá gríðarlega miklu vinnu sem þjálfarateymið leggur á sig fyrir hvern einasta leik liðsins.

Í dag var haldinn annar fréttamannafundur sem snerist um næsta leik gegn Stoke og var Bielsa spurður hvort Kiko Casilla, nýr markvörður Leeds, myndi spila leikinn.

„Casilla mun ekki spila gegn Stoke. Byrjunarliðið okkar verður Peacock-Farrell, Cooper, Ayling, Jansson, Alioski, Forshaw, Klich, Clarke, Harrison, Hernandez og Roofe," svaraði Bielsa rólegur.

Leeds, sem er með fjögurra stiga forystu á toppi Championship deildarinnar, heimsækir Stoke á laugardaginn klukkan 15:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner