Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. janúar 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Fabinho: Hef aðlagast því vel að spila í miðverði
Fabinho.
Fabinho.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho er ánægður með hvernig gengið hefur að aðlagast nýju hlutverki hjá Liverpool. Fabinho hefur spilað í miðverði í síðustu tveimur leikjum þar sem Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold og Dejan Lovren eru allir frá auk þess sem Joel Matip er að stíga upp úr meiðslum.

„Ég vissi fyrir nokkrum vikum að þetta gæti verið möguleiki því við vorum með meidda leikmenn og bara tvo heila miðverði. Þegar Dejan meiddist þá vissi ég að það væri eðlilegt ef ég myndi spila í þessari stöðu," sagði Fabinho.

„Ég tók nokkrar æfingar í þessari stöðu og það hjálpaði mér að aðlagast og læra hluti, eins og staðsetningar og hreyfingar sem eru eðlilegar í þessari stöðu."

„Í síðasta leik gegn Brighton tel ég að ég hafi spilað vel. Að spila við hlið Van Dijk hjálpaði. Hann talar mjög mikið og stýrir okkur. Hann hjálpaði mér mikið."

„Ég tel að ég hafi aðlagast þessari stöðu vel því ég hef ekki spilað oft þarna. Það eru samt ákveðnir hlutir eins og staðsetningar sem ég þarf að bæta. Ef ég spila meira í þessari stöðu þá mun ég bæta það,"
sagði Fabinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner