fim 17. janúar 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrirliði Milan ósáttur með dómgæsluna í úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Alessio Romagnoli, fyrirliði AC Milan, var ósáttur með dómgæsluna þegar hann var tekinn í viðtal eftir 1-0 tap gegn Juventus í úrslitaleik ítalska Ofurbikarsins.

Cristiano Ronaldo gerði eina mark leiksins í síðari hálfleik en Milan þurfti að klára leikinn manni færri eftir að Franck Kessie fékk að líta sitt annað gula spjald.

„Dómarinn var óvenju spjaldaglaður, við fengum gul og rauð spjöld við minnstu snertingu," sagði Romagnoli við Milan TV að leikslokum.

„Það er pirrandi þegar ég, sem fyrirliði, fæ gult spjald fyrir að tala við dómarann. Við berum virðingu fyrir dómarateyminu en við krefjumst virðingar til baka.

„Við hefðum getað fengið vítaspyrnu en dómarinn sagði að þetta væri ekki neitt, hann sagði að það þyrfti ekki að nota VAR til að endurskoða atvikið. Mér finnst það rangt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner