banner
   fim 17. janúar 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Genoa neitaði að selja Piatek til West Ham
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja að Genoa hafi hafnað því að selja pólska sóknarmanninn Krzysztof Piatek til West Ham United fyrir 40 milljónir evra.

Genoa vill 40 milljónir fyrir Piatek en eigandi félagsins er búinn að gefa Milan loforð um að þeir fái forkaupsrétt. Milan er að bíða eftir að Chelsea og Juventus komist að samkomulagi um félagaskipti Gonzalo Higuain, og á Piatek að leysa Argentínumanninn af hólmi.

Piatek fór gífurlega vel af stað með Genoa og skoraði 13 mörk í fyrstu 8 leikjum sínum fyrir félagið, þar af 9 í 7 deildarleikjum.

Markaskorunin hefur dalað en hann er þó næstmarkahæstur í deildinni eftir Cristiano Ronaldo, með 13 mörk í 19 leikjum. Piatek er helsta ástæðan fyrir því að Genoa er ekki í fallsæti, en liðið er með 20 stig eftir 19 umferðir og aðeins búið að skora 25 mörk í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner