Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. janúar 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hyggst ekki reyna að fá Coutinho aftur
Coutinho hefur gengið brösuglega hjá Börsungum.
Coutinho hefur gengið brösuglega hjá Börsungum.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur engar áætlanir um að kaupa Philippe Coutinho frá Barcelona samkvæmt frétt Telegraph.

Coutinho er sagður óánægður hjá spænska stórliðinu, aðeins einu ár eftir að hafa gert fimm ára samning eftir 142 milljóna punda kaup frá Liverpool.

Jurgen Klopp og hans menn reyndu allt til að halda Brasilíumanninum en það tókst ekki.

Coutinho átti lofandi byrjun hjá Börsungum en hefur fallið niður goggunarröðina. Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, kallaði eftir því að leikmaðurinn myndi leggja sig meira fram og Coutinho svaraði með stoðsendingu í sigrinum gegn Eibar.

Coutinho er sagður ætla að skoða stöðu sína í sumar og ljóst að mörg stór félög munu horfa til hans.

Telegraph segir að Liverpool hafi ekki í hyggju að fá Coutinho aftur og sé þess í stað að einbeita sér að því að skoða unga leikmenn.

Sjá einnig:
Fimm sem hafa verið orðaðir við Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner