Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 17. janúar 2019 11:51
Elvar Geir Magnússon
Mkhitaryan snýr aftur til æfinga í næstu viku
Mkhitaryan hefur leikið 24 leiki í öllum keppnum á tímabilinu og skorað fimm mörk.
Mkhitaryan hefur leikið 24 leiki í öllum keppnum á tímabilinu og skorað fimm mörk.
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan mun snúa aftur til æfinga í næstu viku. Armeninn meiddist í 2-0 tapi Arsenal gegn Tottenham í deildabikarnum þann 19. desember.

Hann snýr aftur aðeins á undan áætlun sem eru góðar fréttir fyrir Unai Emery sem fær engan pening til leikmannakaupa í janúar.

Rob Holding (hné) og Danny Welbeck (hægri ökkli) eru enn á meiðslalistanum og eru að jafna sig eftir aðgerðir.

Óvíst er hvort Emery líti á Mkhitaryan sem byrjunarliðsmann en hann skoraði tvisvar í 3-2 tapi gegn Soutampton áður en hann meiddist á fæti gegn Spurs.

Arsenal hefur verið orðað við Denis Suarez, Yannick Carrasco, Ever Banega og James Rodriguez í janúar. Seinna í dag mun Emery sitja fyrir svörum á fréttamannafundi þar sem hann verður klárlega spurður út í þessa leikmenn.

Eins og staðan er getur Arsenal aðeins fengið inn menn á lánu og þá er Suarez, leikmaður Barcelona, talinn líklegastur.
Athugasemdir
banner
banner