Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 17. janúar 2019 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Puel skilur hvernig stuðningsmönnum líður
Mynd: Getty Images
Claude Puel segist skilja stuðningsmenn Leicester City sem eru ósáttir með gengi félagsins að undanförnu.

Úrslit Leicester í kringum áramótin eru sannkallað rannsóknarefni. Liðið hafði betur gegn Chelsea og Everton úti og Manchester City heima en tapaði um leið fyrir Cardiff og Southampton heima og var slegið úr enska bikarnum af D-deildarliði Newport.

„Við skiljum hvernig stuðningsmönnum líður, okkur líður svona líka. Við vorum sérstaklega reiðir eftir tapið gegn Southampton, það gerir lítið úr fræknum sigrum okkar að undanförnu," sagði Puel.

„Það er synd að við höfum verið óstöðugir á heimavelli. Við verðum að gera betur, það er ekki ásættanlegt að tapa svona leikjum heima."

Leicester er í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar og á erfiðan útileik gegn Wolves næsta laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner