Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 17. janúar 2019 12:53
Elvar Geir Magnússon
Segir að Özil sé orðið sama um fótbolta
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Petit varð Englandsmeistari með Arsenal og vann HM með Frakklandi.
Petit varð Englandsmeistari með Arsenal og vann HM með Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Petit fyrrum leikmaður Arsenal óttast að ekkert hafi í raun breyst til batnaðar hjá félaginu eftir að Unai Emery tók við af Arsene Wenger síðasta sumar.

Arsenal endaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á lokatímabili Wenger og er sem stendur í fimmta sæti undir Emery, sex stigum frá fjórða sætinu.

„Þetta virðist vera sama gamla sagan þrátt fyrir að Wenger sé farinn. Við vorum að búast við meira frá félaginu," segir Petit.

„Ég er svekktur. Það er talað um sömu vandamál hjá Emery og var talað um hjá Wenger. Ekkert hefur breyst. Ef þú rekur þjálfarann þarf að breyta einhverju. Af hverju var Arsene rekinn? Ef einhver getur svarað því þá verð ég ánægður."

Mesut Özil, launahæsti leikmaður félagsins, hefur misst af níu af 22 úrvalsdeildarleikjum Arsenal á tímabilinu og umræða í gangi um líkamlegt stand hans og hvernig hann passar í leikskipulagið.

„Það er eins og hann hafi misst drifkraftinn og löngunina. Það er eins og hann sé bara að bíða eftir því að ferlinum ljúki. Leikmenn eru ekki vélmenn og oft missa menn drifkraftinn. Það er rosalega erfitt að spila alltaf á sama krafti."

„Þú ert að græða mikinn pening, hefur unnið marga titla og kannski með vandamál í einkalífinu... ég veit ekki hvað er í gangi hjá honum utan vallar en ég sé hann inni á vellinum og líkamstjáningin hans er neikvæð," segir Petit.

Özil hefur unnið FA bikarinn þrisvar með Arsenal auk þess að hafa unnið spænska meistaratitilinn með Real Madrid og HM með Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner