banner
   fim 17. janúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Shearer og Jenas ósáttir með VAR í bikarnum
Mynd: Getty Images
Derby County komst áfram í enska bikarnum í gær eftir sigur gegn Southampton í vítaspyrnukeppni.

Craig Bryson, leikmaður Derby, kom knettinum í netið í fyrri hálfleik en markið var ekki dæmt gilt eftir að dómari leiksins nýtti VAR kerfið til að sjá endursýningu.

Ákvörðunin tók langan tíma enda um ótrúlega tæpa rangstöðu að ræða, ef einhverja. Alan Shearer og Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmenn Newcastle og enska landsliðsins, voru sammála um að markið hefði átt að standa.

„Við sjáum ekki einu sinni hvort þetta sé rangstæða þegar við erum með myndina frosna. Sóknarmaðurinn hlýtur að fá að njóta vafans í svona tilvikum," sagði Shearer.

„Við erum að tala um millimetra. Þetta er ekki ástæðan fyrir VAR, að ákvarða hvort leikmenn séu millimeter lengra til hægri eða vinstri. Þetta mark átti alltaf að standa."
Athugasemdir
banner
banner
banner