Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. janúar 2019 15:28
Elvar Geir Magnússon
„Vel byrjunarliðið eftir typpastærð"
Imke Wübbenhorst.
Imke Wübbenhorst.
Mynd: BVC
Imke Wübbenhorst varð í desember fyrsta konan til að taka við þjálfun í fimmtu efstu deild karlaboltans í Þýskalandi, hún tók þá við BV Cloppenburg.

Einn fréttamaður spurði hana hvort hún varaði leikmenn við því að vera í buxum þegar hún kæmi inn í búningsklefann?

„Að sjálfsögðu ekki, ég er fagmaður," svaraði hún kaldhæðnislega. „Ég vel byrjunarliðið eftir typpastærð."

Þegar Pia Sundhage, fyrrum þjálfari sænska kvennalandsliðsins, var spurð á því hvort kona gæti stýrt karlaliði svaraði hún: „Angela Merkel (kanslari Þýskalands) stýrir heilu landi."

Það er verk að vinna fyrir Wübbenhorst framundan en Cloppenburg er enn á botni 5. deildar, eins og liðið var þegar hún tók við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner