Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. janúar 2019 15:49
Magnús Már Einarsson
Víkingaklappið slær í gegn í Asíubikarnum
Húh!
Húh!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir stuðningsmenn og leikmenn landsliðsins gerðu víkingaklappið heimsfrægt á EM í Frakklandi árið 2016.

Víkingaklappið hefur farið víða í kjölfarið og það er mjög vinsælt í Asíubikarnum í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum þessa dagana.

24 þjóðir frá Asíu taka þátt í mótinu en stuðningsmenn Kína, Indlands, Tælands, Líbanon og Íran hafa meðal annars tekið klappið.

Sunil Chhetri, fyrirliði Indlands, stýrði víkingaklappinu með leikmönnum og stuðningsmönnum eftir 4-1 sigur á Tælandi.

„Enginn gerir þetta eins og við en það er mjög svalt að fleiri lönd noti þetta til að styðja sitt lið," sagði Hilmar Jökull, stjórnarmaður stuðningsmannasveitarinnar Tólfunnar, í samtali við AFP fréttastofuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner