Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 17. janúar 2020 09:57
Elvar Geir Magnússon
Mikill kostnaður við að gera Laugardalsvöll leikhæfan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að kostnaðurinn við undirbúning Laugardalsvallar fyrir komandi umspilsleik gæti orðið allt að 70 milljónum krónum.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í morgun.

Ísland mætir Rúmeníu í mars og sigurliðið leikur svo gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu ytra um að spila í úrslitakeppni EM 2020.

Klara sagði á stjórnarfundi KSÍ að seinni leikurinn myndi hafa
veruleg áhrif á fjárhagsáætlun ársins. Lýsti stjórn KSÍ yfir þungum áhyggjum af því að kostnaður sem þessi komi aftur til eftir tvö ár ef landsliðið endar í umspili fyrir HM 2022.

Stjórn er sammála um að staðan sé erfið og kostnaður við heimaleikinn í mars sé óásættanlegur og getur komið niður á öðru starfi sambandsins.

Mikil umræða hefur verið um þörfina á endurnýjun á þjóðarleikvangi Íslands en málin þokast verulega hægt áfram.
Athugasemdir
banner
banner