lau 18. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Naldo leystur undan samningi
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn Naldo er án félags eftir að hann var leystur undan samningi hjá Mónakó.

Naldo er 37 ára gamall og var fenginn til franska félagsins í janúar í fyrra frá Schalke.

Naldo skrifaði undir samning þar til í júní 2020 en stóðst ekki væntingar hjá sínu nýja félagi. Hann fékk tvö rauð spjöld í fyrstu þremur deildarleikjunum í Frakklandi og þótti spila herfilega illa þegar á hann var kallað.

Í heildina spilaði Naldo níu leiki á síðustu leiktíð en hann hefur ekki enn komið við sögu á þessari leiktíð.

Gengi Mónakó var arfaslakt á síðustu leiktíð og tókst liðinu að bjarga sér frá falli með naumindum. Nú gengur betur og er liðið aðeins þremur stigum frá Evrópusæti, með 29 stig eftir 20 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner