banner
   mán 17. janúar 2022 20:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
FIFA heiðraði stuðningsmenn Finnlands og Danmerkur
Finnsku stuðningsmennirnir
Finnsku stuðningsmennirnir
Mynd: EPA
Eins og fótbolti.net greindi frá fyrr í kvöld fékk læknateymi danska landsliðsins verðlaun fyrir aðbjarga lífi Christian Eriksen leikmanns landsliðsins er hann fór í hjartastopp í leik liðsins á EM í sumar.

Leikurinn var grannaslagur milli Dannmerkur og Finnlands en það var eðlilega mikil geðshræring í öllum sem voru á vellinum.

Stuðningsmenn Finnlands og Dannmerkur fengu viðurkenningu á verðlaunahátíð FIFA í kvöld.

Stuðningsmenn Finnlands tóku upp á því að öskra nafnið 'Christian' og dönsku stuðningsmennirnir fylgdu strax á eftir og öskruðu 'Eriksen'. Það var algjört gæsahúðaraugnablik á þessum erfiðu tímum.

„Ég vil þakka finnsku stuðningsmönnunum sem sýndu stuðning og bjuggu til þetta andrúmsloft, þetta var fullkomið á svona erfiðri stundu," sagði fulltrúi dönsku stuðningsmannana.

Athugasemdir
banner
banner
banner