Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. janúar 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Barcelona tilbúið að hlusta á tilboð í Garcia
Eric Garcia.
Eric Garcia.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur náð samkomulagi við Ronald Araujo og Gavi um nýja samninga en til að þeir verði gildir þá þarf félagið að losa um launakostnað leikmannahópsins.

Barcelona er alveg við hámark í launakostnaði og Sport segir að félagið vilji ekki draga það lengra að laga ástandið.

Memphis Depay virðist líklegastur til að fara, hann fær ekki margar mínútur og samningur hans rennur út næsta sumar.

Þá segja spænskir fjölmiðlar að miðvörðurinn Eric Garcia, fyrrum leikmaður Manchester City, gæti verið á útleið. Börsungar eru tilbúnir að hlusta í tilboð í þennan 22 ára leikmann.

Garcia hefur ekki komið við sögu í síðustu fjórum deildarleikjum og spilaði aðeins fjórar mínútur í leikjunum tveimur í Ofurbikarnum. Garcia var hugsaður sem framtíðarmaður í vörn Barcelona en hefur ekki náð að sannfæra Xavi um að hann sé nægilega traustur.
Athugasemdir
banner
banner
banner