Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 17. janúar 2023 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benfica ekki tilbúið að samþykkja tilboð Arsenal í Cloe Lacasse
Cloe fagnar hér marki með Benfica.
Cloe fagnar hér marki með Benfica.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er að reyna að kaupa sóknarmanninn Cloe Lacasse frá Benfica í Portúgal.

Fjölmiðlakonan Amanda Zaza segir hins vegar að það gangi erfiðlega hjá Arsenal.

Arsenal er ekki tilbúið að borga það sem Benfica er að biðja um og er ekki tilbúið að samþykkja enska félagsins eins og er.

„Sagan heldur áfram," skrifar Zaza á samfélagsmiðlum.

Beth Mead og Vivianne Miedema, tvær af bestu sóknarmönnum í heimi, eru báðar fjarri góðu gamni hjá Arsenal vegna alvarlegra meiðsla. Félagið lítur á Cloe sem góðan möguleika til að fylla í þeirra skarð.

Cloe lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og var á þeim tíma einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi.

Á þeim tíma fékk hún íslenskan ríkisborgararétt en hún gat ekki spilað með íslenska landsliðinu þar sem hún uppfyllti ekki kröfur FIFA til þess að spila með Íslandi. Í fyrra byrjaði hún svo að spila með landsliði Kanada. Óhætt er að segja að það sé svekkjandi að hún spili ekki fyrir Ísland frekar en Kanada.

Hún hefur spilað með Benfica í Portúgal frá því hún yfirgaf ÍBV og hefur verið að leika gríðarlega vel. Cloe, sem er 29 ára gömul, hefur alls gert 84 mörk í 108 leikjum fyrir Benfica.


Athugasemdir
banner
banner