Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 17. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eftirsóttur Musah klárar tímabilið með Valencia
Mynd: Getty Images

Yunus Musah verður hjá Valencia út tímabilið þrátt fyrir áhuga frá ýmsum stórliðum. Þessi tvítugi landsliðsmaður Bandaríkjanna hefur vakið verðskuldaða athygli á sér það sem af er tímabils.


Liverpool, Inter, Chelsea og Arsenal hafa öll verið orðuð við Musah en ekkert þessara félaga telur að leikmaðurinn geti sinnt mikilvægu hlutverki í ensku úrvalsdeildinni strax. Það sé betra að leyfa honum að klára tímabilið hjá Valencia þar sem hann sinnir mikilvægu hlutverki, enda í miklu uppáhaldi hjá Gennaro Gattuso þjálfara.

Musah vakti mikla athygli með frammistöðu sinni á HM þar sem hann var mikilvægur hlekkur í skemmtilegu liði Bandaríkjanna sem tapaði fyrir Hollandi í 16-liða úrslitum.

Musah á þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum hjá Valencia og er talið ólíklegt að félagið selji hann fyrir minna en 35 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner