Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. janúar 2023 21:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Glæsimark Elliott tryggði Liverpool áfram - Þægilegt hjá WBA
Mynd: EPA
Jake Livermore skoraði fyrir WBA
Jake Livermore skoraði fyrir WBA
Mynd: Getty Images

Liverpool er komið áfram í fjórðu umferð enska bikarsins eftir sigur á Wolves í endurteknum leik.


Liðin skildu jöfn 2-2 á Anfield en Harvey Elliott var hetja Liverpool í kvöld þegar hann skoraði eina mark leiksins eftir stundarfjórðung.

Úlfarnir byrjuðu betur án þess þó að skapa sér neitt. Elliott braut ísinn með glæsilegu marki.

Elliott átti skot fyrir utan teiginn sem Jose Sá í marki Wolves átti ekki möguleika í.

Wolves reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og Liverpool sigraði.

Árangur Liverpool undanfarið hefur verið ansi slappur og Jurgen Klopp gerði átta breytingar á liðinu frá tapinu gegn Brighton um helgina.

Það verður einmitt andstæðingur Liverpool í fjórðu umferð en leikurinn fer fram á AmEx vellinum í Brighton þann 28. janúar.

Birmingham lenti undir gegn Forest Green Rovers en komst til baka og vann 2-1. Luton vann Wigan en sigurmarkið kom á áttundu mínútu í uppbótartíma. Þá lagði West Brom lið Chesterfield 4-0 en framlengt er í viðureign Swansea og Bristol City.

Forest Green 1 - 2 Birmingham
1-0 Ben Stevenson ('8 )
1-1 Lucas Jutkiewicz ('49 )
1-2 Kevin Long ('65 )

Swansea 1 - 1 Bristol City (Framlenging í gangi)
0-1 Mark Sykes ('62 )
1-1 Oliver Cooper ('73 )

Wigan 1 - 2 Luton
1-0 Thelo Aasgaard ('47 )
1-1 Cauley Woodrow ('50 )
1-2 Elijah Adebayo ('90 )

Wolves 0 - 1 Liverpool
0-1 Harvey Elliott ('13 )

West Brom 4 - 0 Chesterfield
1-0 John Swift ('23 )
2-0 Tomas Rogic ('49 )
3-0 Jake Livermore ('54 )
4-0 Jovan Malcolm ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner