þri 17. janúar 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Everton fundar með lögreglunni
Óttast læti á næsta heimaleik
Lögreglan fyrir utan Goodison Park.
Lögreglan fyrir utan Goodison Park.
Mynd: Getty Images
Everton hefur fundað með lögreglunni þar sem félagið óttast læti á næsta heimaleik, sem verður gegn Arsenal.

Stjórnarmönnum félagsins var ráðlagt að mæta ekki á leikinn gegn Southampton síðasta laugardag, sem endaði með 2-1 tapi. Skipulögð mótmæli fóru fram í kringum leikinn.

Stjórnarformaðurinn Bill Kenwright, framkvæmdastjórinn Denise Barrett-Baxendale, fjármálastjórinn Grant Ingles og Graeme Sharp hafa öll fengið að heyra það. Stuðningsmenn hafa kallað eftir því að eigandinn Farhad Moshiri skipti stjórn félagsins út.

Arsenal kemur í hemsókn á Goodison Park þann 4. febrúar og fundar Everton með lögreglunni um öryggisaðgerðir kringum leikinn.

Eftir tapið gegn Southampton veittust stuðningsmenn að nokkrum leikmönnum og myndbönd hafa birst af því þegar bifreið Anthony Gordon var umkringd og hann kallaður öllum illum nöfnum.

Everton er í fallsæti, aðeins markatölunni frá því að vera í neðsta sætinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner