Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. janúar 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham í bílstjórasætinu en City getur fengið afslátt
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Tottenham er sagt vera í bílstjórasætinu í kapphlaupinu um spænska bakvörðinn Pedro Porro sem leikur fyrir Sporting CP í Portúgal, en Englandsmeistarar Manchester City gætu stolið honum því þeir fá afslátt.


Porro er 23 ára hægri bakvörður sem bæði Chelsea og Tottenham vilja fá í sínar raðir en hann virðist ekki vera falur fyrir minna en 45 milljónir evra - sem er upphæðin á riftunarákvæðinu í samningi hans við Sporting.

Porro er sóknarsinnaður bakvörður sem er samningsbundinn Sporting í tvö og hálft ár til viðbótar. Hann gekk í raðir Sporting frá Manchester City og í kaupsamningnum er ákvæði um endurkaupsrétt. Upphæðin er óþekkt en enskir fjölmiðlar hafa giskað á að hún sé svo lítið sem 20 milljónir evra.

Ruben Amorim, þjálfari Sporting, tjáði sig um bakvörðinn eftirsótta eftir leik Sporting skömmu fyrir áramót.

„Það vita allir hver Porro er í dag - það verður að telja hann til bestu hægri bakvarða í heimi. Hann er ótrúlega mikilvægur partur af liðinu okkar hérna en það verður ómögulegt að halda honum ef eitthvað félag borgar upp riftunarákvæðið," sagði Amorim um 45 milljón evra riftunarákvæðið, og var svo spurður út í endurkaupsákvæði Man City.

„Ákvæðið nemur ekki 18 milljónum evra eins og einhver hefur haldið fram. Það er vitleysa. Ég hef upplýsingar um þetta mál en má ekki deila þeim."

Porro, sem var eftirsóttur af Real Madrid fyrir ári síðan, á einn landsleik að baki fyrir Spán.


Athugasemdir
banner
banner