Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. febrúar 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Ekki rekinn fyrir að kalla Blanc homma - Hent í varaliðið
Serger Aurier er í veseni.
Serger Aurier er í veseni.
Mynd: Getty Images
Laurent Blanc.
Laurent Blanc.
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Serge Aurier verður ekki rekinn frá Paris Saint-Germain þrátt fyrir að hafa notað niðrandi orð um samkynhneigða til að lýsa þjálfara sínum, Laurent Blanc.

Aurier segist sjá mikið eftir þessum ummælum sínum sem náðust á myndband. Í myndbandinu talaði hann einnig illa um Zlatan Ibrahimovic samherja sinn.

Hann ræddi um að Zlatan væri í uppáhaldi hjá Blanc og ýjaði að því að þeir væru að njóta samfara saman.

Aurier hefur beðist afsökunar en ekki er víst að hann muni spila aftur fyrir PSG. Hann fær ekki að æfa með aðalliðinu og verið kastað í varaliðið ásamt því að vera sektaður.

„Hvernig voru mín viðbrögð þegar ég komst að þessu? Ég brást mjög illa við og var bálreiður," sagði Blanc á fréttamannafundi í gær.

„Fyrir tveimur árum lagði ég mikið á mig til að fá Aurier til Parísar. Eru þetta þakkirnar sem hann gefur mér? Þetta er mjög pirrandi og ég mun ekki líða það að menn reyni að skaða félagið."

Serge Aurier er 23 ára gamall og er mjög hæfileikaríkur leikmaður sem PSG fékk frá Toulouse 2014. Hann á fjölmarga landsleiki að baki fyrir Fílabeinsströndina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner