sun 17. febrúar 2019 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cannavaro orðaður við Kína
Mynd: Getty Images
Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliði ítalska landsliðsins og handhafi Ballon d'Or 2006, er orðaður við kínverska landsliðið. Þetta kemur fram á vefnum Football Italia.

Cannavaro gæti tekið við starfinu af Marcello Lippi, sem hætti eftir að Kína féll úr leik í 8-liða úrslitum Asíubikarsins. Þess ber að geta að Lippi var þjálfari og Cannavaro fyrirliði þegar Ítalía varð Heimsmeistari 2006.

Lippi fór fyrst til Kína árið 2012 og tók þá við Guangzhou Evergrande. Hann varð yfirmaður knattspyrnumála hjá Evergrande 2014 og tók Cannavaro þá við liðinu.

Cannavaro var í eitt ár hjá Evergrande. Hann tók við Al-Nassr í Sádí-Arabíu 2015 og í júní 2016 sneri hann aftur til Kína og tók við Tianjin Quanjian. Hann tók aftur við Guangzhou Evergrande 2017 og er þar enn í dag.

Núna þykir hann líklegastur til að taka við kínverska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner