banner
   sun 17. febrúar 2019 17:54
Arnar Helgi Magnússon
Enski bikarinn: Palace sigraði Doncaster - Kolbeinn í hóp hjá Brentford
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Crystal Palace og Swansea hafa tryggt sér farseðil í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir sigra í dag.

C-deildarlið Doncaster fékk Crystal Palace í heimsókn. Roy Hodgson stillti upp nánast sínu sterkasta liði og alveg ljóst að hann ætlaði sér áfram í keppninni.

Jeffrey Schlupp kom Palace yfir strax á áttundu mínútu eftir sendingu frá Luka Milivojević. Max Meyer tvöfaldaði forystu Palace í uppbótartíma fyrri hálfleiks með skallamarki eftir sendingu frá Andros Towsend.

Heimamenn áttu fína spretti í leiknum og hefðu hæglega getað komið sér á blað í leiknum.

Fleiri urðu mörkin ekki og 0-2 útsigur Palace staðreynd.

Kolbeinn í hóp hjá Brentford
Kolbeinn Birgir Finnsson var í leikmannahóp Brentford sem að mætti Swansea. Hann kom þó ekki við sögu í leiknum en þetta er í fyrsta skipti sem að Kolbeinn er í leikmannahóp aðalliðsins.

Ollie Watkins kom Brentford yfir á 28. mínútu en það var eina mark fyrri hálfleiksins. Það áttu heldur betur eftir að verða sviptingar í leiknum en Swansea snéri leiknum sér í hag með fjórum mörkum í síðari hálfleik.

Luke Daniels og Daniel James skoruðu sitthvort markið í upphafi síðari hálfleiks og komu Swansea yfir.

Ezri Konsa, leikmaður Brentford, fékk að líta beint rautt spjald á 61. mínútu og liðsmenn Swansea nýttu sér það og bættu við marki einungis fimm mínútum eftir spjaldið. George Byers rak síðan síðasta naglann í kistu Brentford í uppbótartíma.

Lokatölur því 4-1 og Swansea komið í 8-liða úrslit enska bikarsins.

Doncaster Rovers 0 - 2 Crystal Palace
0-1 Jeffrey Schlupp ('8 )
0-2 Max Meyer ('45 )

Swansea 4 - 1 Brentford
0-1 Ollie Watkins ('29 )
1-1 Bersant Celina ('49 )
2-1 James ('53 )
3-1 Celina ('66 )
4-1 George Byers (90' )
Athugasemdir
banner
banner
banner