Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 17. febrúar 2019 11:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard eftir jafntefli: Gleymið titlinum
Gerrard og Rodgers eru að berjast um titilinn í Skotlandi.
Gerrard og Rodgers eru að berjast um titilinn í Skotlandi.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, stjóri Rangers, var sár og svekktur eftir markalaust jafntefli gegn St. Johnstone á heimavelli í skosku úrvalsdeildinni í gær, laugardag.

Rangers mun mögulega lenda átta stigum á eftir toppliði Celtic í dag - ef Celtic vinnur sinn leik.

„Þið getið gleymt titlinum," sagði Gerrard eftir jafnteflið í gær.

„Það vantaði nokkra leikmenn, en ég tel að liðið sem við völdum hafi gæðin til þess að vinna St. Johnstone ef við spilum eins og við eigum að gera. Við gerðum það ekki."

„Við verðum að líta á sjálfa okkur og viðurkenna að þetta var ekki nægilega gott."

Gerrard, sem er goðsögn hjá Liverpool, er á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri Rangers.
Athugasemdir
banner
banner