Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. febrúar 2019 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Gulli Jóns ekki hættur - Á eftir að taka við liði á miðju tímabili
Gulli á hliðarlínunni hjá Þrótti í sumar. Hann hætti í vikunni en er tilbúinn að fara aftur í þjálfun í sumar.
Gulli á hliðarlínunni hjá Þrótti í sumar. Hann hætti í vikunni en er tilbúinn að fara aftur í þjálfun í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég ætla ekki að gefa út að ég sé hættur í þjálfun núna. Það getur vel verið að það komi eitthvað spennandi upp," sagði Gunnlaugur Jónsson í Miðjunni á Fótbolta.net í vikunni.

Hlustaðu á Gunnlaug í Miðjunni hér eða í Podcast forritum
- Miðjan - Gulli Jóns opnar sig um sjúkdóm sinn
- Gulli Jóns: Var ansi nálægt því að vera með maníu
- Gulli Jóns: Tvær langar greinar um hvað mætti fara betur hjá ÍA
- Gulli Jóns: Náði að ljúga mig útaf geðdeildinni

Hann hætti þjálfun Þróttar í vikunni og segir frá því í viðtalinu að hann óttist að undirliggjandi sjúkdómur hans, geðhvarfasýki gæti tekið sig upp vegna álags í öðrum verkefnum fram að sumri.

Því hafi hann talið betra að hætta hjá félaginu. Svo róast hjá honum í sumar og þá er hann klár í slaginn að nýju.

„Ég á til dæmis eftir að taka við liði á miðju tímabili. Ég er ágætur í krísum. Ef það er rétt tækifæri sem kæmi upp þá veit ég hvað ég er að gera. Ég er opinn fyrir öllu."

Gulli hefur á ferlinum þjálfað Selfoss, Val, KA, HK, ÍA og Þrótt.

„Ég er ágætur í krísum að koma inn og taka til. Það á við öll lið sem ég hef tekið við að það hefur verið ýmislegt í gangi þegar ég hef tekið við þeim liðum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner