Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 17. febrúar 2019 13:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi Sig tók við og lýsti leik Real Madrid og Girona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Girona hafði betur gegn stórliði Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni núna áðan.

Stöð 2 Sport sýndi frá leiknum og var Hörður Magnússon að lýsa. Það vakti mikla athygli eftir tæpan stundarfjórðung þegar Hörður hætti að lýsa og inn kom sjálfur Gylfi Þór Sigurðsson.

Gylfi er í fríi þessa helgi þar sem Everton er dottið út úr ensku bikarkeppninni.

Hann er á Íslandi en verið er að steggja hann.

Hann ákvað að kíkja á Hödda Magg og tók við af honum í nokkrar mínútur. Það var býsna hlægilegt.

„Við erum sem betur fer búin að losna við Hödda. Gylfi Þór Sigurðsson er mættur. Höddi hefur aldrei spilað á þessu level-i. Þið fáið betri gerðina til að lýsa þessu," sagði Gylfi.

„Það kemur mjög á óvart að Bale er ekki í liðinu. Hann er frábær leikmaður. Ég hef spilað með honum. Modric, ég hef líka spilað með honum. Tveir frábærir leikmenn."

„Ef allt væri eðlilegt í þessu lífi þá væri ég örugglega að spila þarna í dag. Lífið er ekki alltaf dans á rósum."

„Takk kærlega fyrir þetta og njótið dagsins," sagði Gylfi áður en Hörður tók aftur við lýsingunni.

Myndband má sjá á vef Vísis.
Athugasemdir
banner
banner
banner