Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. febrúar 2019 19:23
Arnar Helgi Magnússon
Ítalía: Þrjú mörk á fimm mínútum er Inter vann
Naingolan fagnar marki sínu í kvöld.
Naingolan fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Inter 2 - 1 Sampdoria
1-0 Danilo D'Ambrosio ('73 )
1-1 Manolo Gabbiadini ('75 )
2-1 Radja Nainggolan ('78 )

Áhugaverðum leik í ítölsku úrvalsdeildinni var að ljúka nú rétt í þessu. Það tók 73. mínútur að brjóta ísinn en liðin skoruðu þrjú mörk á tæpum fimm mínútum eftir það

Bæði lið fengu fullt af færum til þess að skora en spennustigið í leiknum virtist vera nokkuð hátt. Inter átti sautján skot í leiknum og Sampdoria þrettán.

Danilo D'Ambrosio kom Inter yfir þegar Ivan Perisic keyrði inn á teiginn, kom með fasta sendingu inná teig og D'Ambrosio skoraði af stuttu færi.

Tæpum þremur mínútum síðar var Manolo Gabbiadini á ferðinni þegar boltinn barst til hans inn í teig eftir klafs og hann skoraði framhjá Samir Handanovic í marki Inter.

Sigurmarkið skoraði síðan Radjan Nainggolan eftir undirbúning frá Milan Skriniar.

Mauro Icardi var uppi í stúku í leiknum og fylgdist með þaðan. Það er svo gott sem klárt að hann er á leiðinni burt frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner