sun 17. febrúar 2019 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Kovac: Höfum ekki efni á því að gera mistök gegn Liverpool
Niko Kovac er knattspyrnustjóri Bayern Munchen.
Niko Kovac er knattspyrnustjóri Bayern Munchen.
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur framundan í Meistaradeild Evrópu í vikunni þegar Liverpool tekur á móti Bayern Munchen í 16-liða úrslitum keppninnar á þriðjudaginn á Anfield.

Króatinn Niko Kovac er knattspyrnustjóri Bayern Munchen og hann segir að lærisveinar sínir hafa einfaldlega ekki efni á því að gera mistök gegn Liverpool

Vörn Bayern hefur ekki verið neitt sérstök í vetur og liðið fékk á sig tvö mörk á föstudaginn þegar liðið sigraði Augsburg 3-2. Í 22. deildarleikjum í vetur hefur liðið fengið á sig 26 mörk.

„Við höfum ekki efni á því að gera mistök í vörninni gegn Liverpool, ef þessir fremstu þrír hjá Liverpool eiga sinn besta dag þá gætum við lent í vandræðum í vörninni."

„Það er því mikilvægt að halda boltanum sem mest og reyna stýra hraðanum í leiknum," sagði Niko Kovac.

Leikur Liverpool og Bayern Munchen er á þriðjudagskvöld en flautað verður til leiks klukkan 20:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner